Árás á sendiráð Ísraela í Jórdaníu

Þúsundir Jórdana tóku á föstudag þátt í mótmælaaðgerðum gegn auknu …
Þúsundir Jórdana tóku á föstudag þátt í mótmælaaðgerðum gegn auknu öryggiseftirliti Ísraela með helgum stöðum í Jerúsalem. AFP

Öryggissveitir umkringdu nú síðdegis ísraelska sendiráðið í Amman, höfuðborg Jórdaníu, eftir að fréttir bárust af árás á sendiráðið.

BBC segir næsta nágrenni sendiráðsins hafa verið girt af og hafa jórdanskir fjölmiðlar eftir heimildamanni innan öryggislögreglunnar að einn hafi farist í árásinni.

AFP-fréttastofan segir hinn látna vera Jórdana, en að Ísraeli hafi særst alvarlega í árásinni.

Mikil spenna hefur verið í samskiptum Jórdaníu og Ísrael undanfarið eftir að ísraelsk stjórnvöld juku öryggiseftirlit með helgum stöðum í austurhluta Jerúsalem, en jórdönsk yfirvöld eru opinberir eftirlitsaðilar með helgum stöðum múslima í borginni.

Þúsundir Jórdana tóku í kjölfarið þátt í mótmælum í Amman á föstudag, gegn þessum aðgerðum Ísraela.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert