Auðvelda fólki að breyta um kyn

Justine Greening, ráðherra jafnréttismála fyrir hönd Íhaldsflokksins, fagnar umbótunum.
Justine Greening, ráðherra jafnréttismála fyrir hönd Íhaldsflokksins, fagnar umbótunum. AFP

Stjórnvöld í Bretlandi stefna að því að gera umbætur á kynáttunarreglum sem munu auðvelda fólki að breyta kyni sínu í lagalegum skilningi. Fullorðnum einstaklingum yrði með þessu leyft að breyta fæðingarvottorði sínu að vild án greiningar frá lækni og jafnvel yrði hægt að skrá kyn sitt sem „X“ fyrir þá sem vilja ekki skilgreina sig á neina vegu. 

Fréttavefur The Independent greinir frá því að umbæturnar verði hluti af frumvarpi sem beri yfirskriftina „Gender Recognition Bill“ og verði lagt fyrir þingið í haust.

Samkvæmt núgildandi lögum sem voru sett árið 2004 þarf einstaklingur sem ætlar að breyta um kyn að sækja um sérstakt skírteini. Meðal annars er krafist greiningar læknis um að viðkomandi einstaklingur sé haldinn kynáttunarvanda.

Kosningaloforð um umbætur í kynáttunarmálum mátti finna í stefnuskrá Verkamannaflokksins en ekki í stefnuskrá Íhaldsflokksins, sem situr í ríkisstjórn, fyrir síðustu kosningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert