Gerðu árásir þrátt fyrir vopnahlé

Stúlka gengur um bæinn Ain Terma þar sem árásir voru …
Stúlka gengur um bæinn Ain Terma þar sem árásir voru gerðar í morgun. AFP

Sýrlandsher gerði loftárásir á eitt helsta vígi uppreisnarmanna skammt frá Damaskus í dag, degi eftir að vopnahléi var lýst yfir á svæðum í landinu.

Í gær tilkynnti herinn að ekki yrðu gerðar árásir í Ghuouta sem er svæði utan við höfuðborgina Damaskus. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið í rúmlega sex ár.

Mannréttindavaktin segir að herþotur stjórnarhersins hafi gert árásir á bæ sem kallast Ain Terma. Árásirnar voru að minnsta kosti sex í morgun. Þá voru tvö áhlaup gerð á jörðu í borginni Douma. 

Mannréttindavakin, sem eru bresk samtök, hafa þetta hefir heimildarmönnum í Sýrlandi. Samtökin hafa ekki fengið upplýsingar um hvort mannfall hafi orðið í þessum árásum.

Þá segja samtökin að stjórnarherinn hafi einnig gert árásir í úthverfi bæjarins Jisreen í dag.

Stjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur setið um Ghouta í fjögur ár og ítrekað gert þar árásir. Ain Terma, þar sem árásir í morgun voru gerðar, er bær á milli Damaskus og Ghouta. Bærinn er talinn tilheyra Ghouta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert