Árásarmannsins leitað

Lögregla leitar Franz Wrousis, mannsins sem réðst að fólki með …
Lögregla leitar Franz Wrousis, mannsins sem réðst að fólki með keðjusög í svissneska bænum Schaffhausen fyrr í dag. AFP

Lögreglan í Sviss hefur birt myndir af manninum sem grunaður er um að hafa ráðist inn í byggingar í miðbæ Schaffhausen fyrr í dag og sært minnst fimm manns.

Volkswagen-bifreið mannsins hefur verið fundin yfirgefin en hans er enn leitað. Er hann talinn vera á milli þrítugs og fertugs og er sagður vera hættulegur en ekki endilega vopnaður. 

Árásarmaðurinn, sem samkvæmt lögreglu er 190 sentímetrar á hæð og „ósnyrtilegur til fara“, réðst í skrifstofubyggingu í bænum um klukkan 10.30 í morgun vopnaður keðjusög og særði fimm manns. Þar af eru tveir alvarlega slasaðir. 

Lögreglumenn flykktust á staðinn og hafa lokað af svæðið í kringum þar sem atvikið átti sér stað. Verslunum hefur verið lokað og fólk hvatt að halda sig fjarri. 

Ekki er talið að um skipulagða hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 

Uppfært 15:03

BBC greinir frá því að árásarmaðurinn heitir Franz Wrousis og sé 51 árs. Talið er að hann búi í skóginum og er sagður verulega hættulegur. Fólk sem sér til hans er hvatt til þess að hringja í lögreglu samstundis. 

Yfir hundrað lögreglumenn frá Sviss og Þýskalandi vinna við leitina að manninum. 

Uppfært 16:05

Samkvæmt AFP fréttastofunni var tryggingarfélag sem er til húsa í byggingunni þar sem Wrousis réðst inn skotmarkið, og hefur þar eftir Peter Sticher saksóknara í málinu. Eitt fórnarlambanna er starfsmaður fyrirtækisins en allir sem særðust í árásinni eru komnir úr lífshættu. 

Yfir hundrað lögreglumenn frá Sviss og Þýskalandi vinna við leitina …
Yfir hundrað lögreglumenn frá Sviss og Þýskalandi vinna við leitina að árásarmanninum. Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert