Beitir synjunarvaldi gegn dómskerfisbreytingum

Andrzej Duda, forseti Póllands, ætlar að beita synjunarvaldinu gegn þeim …
Andrzej Duda, forseti Póllands, ætlar að beita synjunarvaldinu gegn þeim breytingum sem pólska stjórnin ætlaði að gera á dómskerfi landsins. AFP

Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti óvænt í dag að hann myndi synja afgreiðslu tveimur af þremur frumvörpum um breytingar á dómskerfi landsins. Umbæturnar hafa vakið mótmæli um land allt og þá hafa bandarískir og evrópskir þingmenn lýst yfir áhyggjum af þeim pólitísku afskiptum af dómstólum sem þau feli í sér.

Duda er stuðningsmaður hægri stjórnarflokksins PiS, en sagði að þó að hann væri sammála stjórnvöldum um þörfina á endurbótum á dómskerfinu að þá teldi hann þær umbætur sem lagðar væru fram í frumvarpinu ekki vera í samræmi við stjórnarskrá landsins.

Reuters-fréttastofan segi Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, vera vonsvikna en að hún fullyrði að stjórn hennar muni ekki láta undan þrýstingi og hætta við umbæturnar. PiS hefði hins vegar ekki nægan meirihluta á þingi til að bylta synjun forsetans.

„Ég nota synjunarvaldið af því að frumvarpið krefst breytinga til að tryggt sé að það sé í samræmi við stjórnarskrána,“ sagði Duda í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar. Hann bætti því næst við að hann myndi fljótlega kynna sín eigin frumvarpsdrög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert