Forseti hyggst beita neitunarvaldi

Andrzej Duda forseti Póllands.
Andrzej Duda forseti Póllands. AFP

Andrzej Duda, forseti Póllands, hyggst beita neitunarvaldi sínu og samþykkja ekki lög frá þinginu um endurbætur á skipun dómara í embætti. Þúsundir Pólverja hafa mótmælt umdeildum lagabreytingum sem myndu gefa þingi lands­ins vald til þess að velja dóm­ara í dóm­stóla lands­ins. 

„Þessi lög styrkja ekki dómskerfið í landinu,“ sagið Duda í yfirlýsingu sem birtist í pólska sjónvarpinu.

Lögin eru sögð munu fella úr gildi gildi sjálf­stæði dóm­stóla í land­inu og gefa þar með rík­is­stjórn­inni fullt vald yfir dóms­kerf­inu. Ráðandi stjórn­mála­flokk­ur Pól­lands, Lög og rétt­læti, stend­ur fyr­ir lagabreytingunum.

Almenningur hefur lagt hart að forsetanum að samþykkja ekki lögin. Sömu sögu er að segja um Evr­ópu­sam­bandið sem áminnti rík­is­stjórn Pól­lands í síðustu viku um að stöðva um­deild­ar end­ur­bæt­ur á dóm­stóla­kerfi lands­ins. Pólska ríkisstjórnin vísaði þeirri gagnrýni á bug og benti á að stjórnvöld myndu leysa þetta mál án utanaðkomandi aðstoðar. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert