Skæðir skógareldar í Frakklandi

Skógareldar geisa í Frakklandi.
Skógareldar geisa í Frakklandi. AFP

Fleiri hundruð heimili hafa verið rýmd í Suðaustur-Frakklandi vegna skógarelda sem þar geisa. Óvenjuheitt og -þurrt hefur verið á svæðinu undanfarið sem gerir slökkvistarf erfitt. Íbúar í Korsíku, bænum Carros sem er nálægt Nice og Saint-Tropez þurftu að yfirgefa heimili sín vegna eldanna sem eru á nokkrum stöðum og ná alls yfir 900 hektara landsvæði. 

„Þetta er hættulegur dagur,“ sagði Michel Bernier, starfsmaður franska varnarmálaráðuneytisins. Fleiri hundruð slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum eldsins með öllum tiltækum ráðum meðal annars með aðstoð flugvéla. Þeir hófust handa í gær og eru enn að störfum. 

Ekki hafa fregnir borist af manntjóni vegna eldanna en að minnsta kosti 10 bílar hafa brunnið.

Illviðráðanlegasta eldhafið er í kringum Luberon nálægt Vaucluse-héraðinu. Þar hafa að minnsta kosti 800 hektarar skóglendis brunnið. Slökkviliðsmenn hafa ekki náð tökum á eldinum á því svæði.  

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert