Átta létust er hraðbát hvolfdi

Óttast er að fleiri hafi látið lifið.
Óttast er að fleiri hafi látið lifið. AFP

Að minnsta kosti átta manns létu lífið, þar af eitt tveggja ára gamalt barn, þegar hraðbát hvolfdi við strönd Borneo við Indónesíu. Um borð  í bátnum var 51 farþegi og var 22 þeirra bjargað, af þeim voru tveir þýskir ferðamenn. Óttast er að farþegar hafi fest inni í bátnum og tala látinna eigi eftir að hækka.  

Fólkið var ekki í björgunarvestum þegar það stökk útbyrðis, að sögn sjónarvotta. Hraðbáturinn hafði eingöngu siglt í um 10 mínútur frá höfninni þegar atvikið átti sér stað.   

Ekki mikill öldugangur var í sjónum en talsverð bátaumferð var við höfnina þegar bátnum hvolfdi sem gæti mögulega verið ástæða fyrir því að stór alda skall á honum með fyrrgreindum afleiðingum.  

Íbúar á eyjunum 17.000 sem og ferðamenn þurfa að reiða sig á báta sem samgöngutæki en öryggi um borð í þeim er talsvert ábótavant.   

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert