„Hún átti ekki skilið það sem ég gerði“

Ronald Phillips nauðgaði og myrti hina þriggja ára Sheila Marie.
Ronald Phillips nauðgaði og myrti hina þriggja ára Sheila Marie.

Karlmaður sem var dæmdur til dauða í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 1993, fyrir að nauðga og myrða þriggja ára dóttur kærustu sinnar, var tekinn af lífi í dag. Nokkrum mínútum áður en hann dró síðasta andardráttinn baðst hann afsökunar.

„Sheila Marie átti ekki skilið það sem ég gerði henni,“ sagði Ronald Phillips áður en banvænni lyfjablöndu var sprautað í hann.

Er aftaka Phillips sú fyrsta í ríkinu í þrjú og hálft ár, en sumir töldu að hinn langi tími benti til þess að til stæði að afnema dauðarefsingar í ríkinu. Orsakast hann hins vegar af því að síðasta aftaka sem fram fór í ríkinu var gerð með nýrri lyfjablöndu sem virkaði ekki sem skyldi. Kvaldist viðkomandi fangi því í 26 mínútur áður en hann lét lífið.

Phillips hafði farið fram á að dauðarefsingin yfir honum yrði endurskoðuð, bæði með tilliti til lyfjablöndunnar og þeirrar staðreyndar að hann hafi aðeins verið 19 ára gamall þegar hann framdi brotið. Hefur Hæstiréttur Bandaríkjanna þegar bannað dauðarefsingu á brotamönnum sem eru yngri en 18 ára.

Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði hins vegar í gær að veita Phillips meiri tíma en hann hefði þegar haft til að sækja málið. Var hann því tekinn af lífi í dag.

Frétt CBS fréttastofunnar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert