Japanir sólgnir í öðruvísi Kit Kat

Í dag eru um 30 bragðtegundir á markaðnum í Japan.
Í dag eru um 30 bragðtegundir á markaðnum í Japan. Ljósmynd/Nestle

Wasabi og sætar kartöflur eru e.t.v. ekki fyrstu bragðtegundirnar sem koma upp í hugann þegar minnst er á Kit Kat en sívaxandi eftirspurn eftir framandi valkostum hefur orðið til þess að stórfyrirtækið Nestle hefur ákveðið að opna nýja Kit Kat-framleiðslu í Japan.

Verksmiðjan mun rísa í borginni Himeji en opnun hennar er ætlað að mæta gríðarlegri eftirspun eftir svokölluðum „Made in Japan“ Kit Kat-stykkjum. 

Nú þegar eru 30 bragðtegundir á boðstólum í Japan; Wasabi, Okinawa-sætar kartöflur, Yokohama-ostakaka og Kobe-búðingur, svo eitthvað sé nefnt.

Samkvæmt upplýsingum frá Nestle verður súkkulaðið sem framleitt verður í Himeji eingöngu selt í sérverslunum og á netinu. Hinar exótísku bragðtegundir eru enda töluvert dýrari en hið hefðbundna Kit Kat, sem selt er í japönskum sjoppum og matvöruverslunum, og kosta um 1.300 íslenskar krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert