Unglingi sem vísað var úr landi leyft að snúa aftur

Bivsi Rana, sem er 15 ára gömul, fæddist í Þýskalandi …
Bivsi Rana, sem er 15 ára gömul, fæddist í Þýskalandi og á nepalska foreldra. Í maí var hún fjarlægð úr skólastofu sinni og vísað úr landi til Nepal. Ljósmynd/DPA

Unglingstúlka, sem er fædd og uppalinn í Þýskalandi, var fjarlægð úr skólastofu sinni og vísað úr landi til Nepals. Nú hefur henni verið leyft að snúa aftur til Þýskalands á dvalarleyfi fyrir námsmenn.

Bivsi Rana, sem er 15 ára gömul, fæddist í Þýskalandi og á nepalska foreldra. Í maí var henni vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni. Bekkjarfélagar hennar mótmæltu brottvísuninni, töluðu gegn henni fyrir hönd Bivsi og drógu mörg hundruð manns á fjöldafund með slagorðinu „Komið aftur með Bivsi“.

Bivsi er fædd og uppalin í Þýskalandi og hafði aldrei heimsótt Nepal fyrr en henni var vísað úr landi. Opinberir starfsmenn segja mál Bivsi „sérkennilegt“ og segja hana „í raun vera þýska“. Sören Link, borgarstjóri Duisburg sagði: „Staðreyndin er að við höfum náð að leysa þetta erfiða mál lyftir byrði af herðum mér.“

Foreldrar Bivsi fluttu til Þýskalands árið 1998 til að flýja óeirðir í heimalandi sínu, Nepal. Umsókn þeirra um hæli var aftur á móti hafnað ítrekað. Í hræðslu við pólitískar afleiðingar heima fyrir sótti Rana, faðir Bivsi, upprunalega um hæli undir vitlausu nafni. Hann hefur síðan kallað það „verstu mistök“ lífs síns.

Bivsi má nú snúa aftur til Þýskalands til að ljúka menntun sinni á grundvelli dvalarleyfis fyrir námsmenn. Foreldrar hennar mega einnig dvelja með henni í landinu. Þetta kemur fram í grein breska ríkisútvarpsins BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert