Unglingsstúlka ákærð fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás

Scotland Yard segir stúlkuna hafa verið í samskiptum við einn …
Scotland Yard segir stúlkuna hafa verið í samskiptum við einn vígamanna hryðjuverkasamtakanna Ríki Íslams. Ljósmynd/Wikipedia

17 ára unglingsstúlka hefur verið ákærð fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás með hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Samkvæmt upplýsingum frá Scotland Yard var stúlkan í samskiptum við einn vígamanna samtakanna og var að skipuleggja að taka á móti vopnum til að stýra árás í Bretlandi.

Hún er einnig sögð hafa tekið á móti leiðbeiningum um hvernig eigi að þjálfa og nota vopn. Auk þess á hún að hafa óskað eftir aðstoð til að ljúka hryðjuverkaáformum sínum. Áform þessi brjóta í bága við breska hryðjuverkalöggjöf, sem sett var árið 2006.

Unglingurinn sætir nú gæsluvarðhaldi og mun koma fyrir rétt Westminster í dag. Þessu greinir Guardian frá í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert