Eiga aðeins að berjast gegn Ríki íslams

Bandaríkjamenn hafa skipað bandamönnum sínum í Sýrlandi að einbeita sér …
Bandaríkjamenn hafa skipað bandamönnum sínum í Sýrlandi að einbeita sér eingöngu að hinu svokallaða Ríki íslam. AFP

Bandaríkjamenn hafa brýnt fyrir bandamönnum sínum í Sýrlandi að einbeita sér einungis að baráttunni við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, en ekki gegn stjórnarhernum. Haft var eftir talsmanni Pentagon að markmið Bandaríkjamanna í Sýrlandi og Írak væri að „berjast gegn Ríki íslams og aðeins Ríki íslams“.

Einn hópur uppreisnarmanna hefur yfirgefið sameiginlega herstöð vegna átaka við sýrlensk stjórnvöld. Donald Trump hefur áður gefið út að CIA muni hætta að veita sýrlenskum uppreisnarhópum vopn og aðrar birgðir.

Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur varað í rúm sex ár og meira en 300.000 manns hafa látið lífið og 11 milljónir manna hafa hrakist frá heimilum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert