Telja sig hafa náð tökum á skógareldunum

Skógareldarnir í Suður-Frakklandi.
Skógareldarnir í Suður-Frakklandi. AFP

Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á skógareldunum í Suður-Frakklandi en vara þó við að þeir geti blossað upp að nýju. Eld­arn­ir voru skæðast­ir á eyj­unni Kors­íku og ná­lægt borg­un­um Bor­mes-les-Mimoses og St. Tropez. Í gær þurftu um 10 þúsund manns að yf­ir­gefa heim­ili sín. 

„Þetta miðar allt í rétta átt en eldarnir gætu náð sér á strik að nýju ef það hvessir,“ segir Michael Bernier, stjórnandi aðgerða á svæðinu. 

Yfir sex þúsund slökkviliðsmenn og 19 flugvélar hafa tekið þátt í slökkvistarfinu auk fjölda annarra tækja. Íbúar á svæðinu hafa einnig lagt sitt af mörkum. Yfir sjö þúsund hektarar af landi hafa orðið eldinum að bráð.  

Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakkalands, heimsótti fjöldahjálparstöð fyrir fólk sem þurfti að flýja heimili sín vegna skógareldanna í Bormes-les-Mimosas í gær.   

Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, heimsótti fólk í fjöldahjálparstöð sem þurfti …
Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, heimsótti fólk í fjöldahjálparstöð sem þurfti að flýja heimili sín vegna skógareldanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert