Hillary Clinton opnar sig um kosningarnar

Hér ræðir fyrrverandi forsetaframbjóðandi bókina á ráðstefnunni Book Expo.
Hér ræðir fyrrverandi forsetaframbjóðandi bókina á ráðstefnunni Book Expo. AFP

Ævisaga Hillary Clinton, What happened, kemur út í september á þessu ári, en þar segir Clinton sína hlið á kosningabaráttunni gegn Donald Trump. Er bókin sögð vera „einstaklega einlæg frásögn og varúðarsaga fyrir þjóðina“. Útgefendur bókarinnar, Simon & Schuster, tilkynntu útgáfudag í dag.

Clinton hefur lofað að opna sig í bókinni, sem á að vera persónulegasta bók sem hún hefur sent frá sér til þessa. Ævisagan kemur út í september og á að afhjúpa hugsanir hennar um kosningabaráttuna fyrir bandarísku forsetakosningarnar á síðasta ári. Þessu greinir Guardian frá í dag. 

„Hætt að gæta mín“

„Áður fyrr, af ástæðum sem ég get illa útskýrt, hefur mér liðið eins og ég þurfi að vera gætinn, eins og ég væri standandi á vír án öryggisnets. Nú ætla ég hætta að gæta mín,“ skrifar Clinton í inngangi bókarinnar sem titluð er What happened, eða Það sem gerðist. 

„Hún mun einnig veita lesendum innsýn inn í það hvernig það er í alvörunni að bjóða sig fram sem forseti, sérstaklega ef þú ert kona […] Að lokum snýst það um seiglu, hvernig eigi að halda áfram eftir ósigur,“ segir Clinton um bókina. 

Clinton hefur lofað að opna sig í bókinni, sem á …
Clinton hefur lofað að opna sig í bókinni, sem á að vera persónulegasta bók sem hún hefur skrifað til þessa. Ævisagan kemur út í september og mun afhjúpa hugsanir hennar um bandarísku kosningabaráttuna sem fór fram á síðasta ári. AFP

Tjáir sig um Trump og mistök sín

Að sögn útgefendanna fjallar bókin um framboð Clinton gegn Donald Trump, mistökin sem henni finnst að hún hafi gert og hvernig hún höndlaði það þegar hún missti tækifærið á að verða fyrsti kvenkyns Bandaríkjaforsetinn.

„Hún talar um áskoranirnar sem fylgja því að vera sterk kona í sviðsljósinu, gagnrýnina sem hún þurfti að þola fyrir rödd sína, aldur og útlit og þann tvískinnung sem konur í stjórnmálum finna fyrir,“ sagði útgefandinn. Bókin átti upprunalega að vera safn ritgerða en er sögð hafa þróast í „ævisögu í fullri lengd“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert