Heiðursgestir í Gleðigöngunni í Færeyjum

Mikill fjöldi fólks tók þátt í Gleðigöngunni í Færeyjum í …
Mikill fjöldi fólks tók þátt í Gleðigöngunni í Færeyjum í dag. Skjáskot/Twitter

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra og eiginkona hennar Jónína Leósdóttir voru í dag heiðursgestir í Gleðigöngunni í Færeyjum.

Færeyska dagblaðið Dimmlætting segir rúmlega 5.000 manns hafa tekið þátt í göngunni.

Athygli vakti þegar Jóhanna kom til Færeyja árið 2010 ásamt Jónínu, að íhaldssamur þingmaður, Jenis av Rana, vildi ekki sitja kvöldverðarboð með þeim. Dimmalættingin hefur eftir Eiler Fagraklett, einum stjórnarmanna samtakanna, að þau hafi viljað bjóða þeim Jóhönnu og Jónínu að vera heiðursgestir gleðigöngunnar í ár til að sýna þeim hve mikið færeyskt samfélag hafi breyst.



 „Það er eins og Færeyingar vilji núna bæta okkur það upp, þannig að það er mjög gaman að koma hingað á þessa gleði sem hér er og sjá þær miklu breytingar sem hafa orðið hér í Færeyjum síðan við vorum hérna 2010, þetta er hreinlega bylting, það eru komin ein hjúskaparlög, sem er auðvitað sérstaklega verið fagna hér í Færeyjum og við njótum hverrar mínútu hér, mjög gaman,“ var haft eftir Jóhönnu í fréttum RÚV nú í kvöld.

Var þetta áttunda Gleðigangan og hafði hinsegin fólk sérstaka ástæðu til að fagna þetta árið, því fyrr í sumar tóku ný hjúskaparlög.

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir voru heiðursgestir í Gleðigöngunni í …
Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir voru heiðursgestir í Gleðigöngunni í Færeyjum í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert