Rússneskur fjárglæpamaður handtekinn

Alexander Vinnik í fylgd bandarískra lögreglumanna.
Alexander Vinnik í fylgd bandarískra lögreglumanna. AFP

Rússneskur fjárglæpamaður sem er sakaður um peningaþvætti á yfir 4 milljörðum bitco­in var handtekinn í Grikklandi nýverið. Hann er meðal annars sagður tengjast þjófnaði í Mt. Gox-kaup­höll­inni í Jap­an árið 2014, þegar 744.408 bitco­in-ein­ing­um var stolið.

Guardian greinir frá

Rússinn Alexander Vinnik, sem er 38 ára gamall, er jafnframt sagður höfuðpaur í skipulögðum glæpasamtökum sem stunda tölvuglæpi og sölu á fíkniefnum. Gríska lögreglan handtók manninn í litlu sjávarþorpi í Grikklandi í samstarfi við Bandaríkjamenn. Glæpir Vinnik ná aftur til ársins 2011 í tengslum við peningaþvættið.

„Á meðan tölvutækninni fleygir fram og hún heldur áfram að þróast og hafa áhrif á hvernig við skynjum heiminn þá munu glæpir einnig þrífast í þessu sama umhverfi,“ segir Brian Stretch, ríkislögmaður í Kaliforníu. 

Handtaka Vinnik er sú síðasta í rassíu lögreglunnar gegn rússneskum tölvuþrjótum í Evrópu. Í síðustu viku var tveimur vefsíðum lokað þar sem fíkniefni, byssur og annar ólöglegur varningur fór kaupum og sölum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert