Charlie Gard látinn

Charlie Gard lést á líknadeild í dag eftir að hann …
Charlie Gard lést á líknadeild í dag eftir að hann var tekinn úr öndunarvél.

Charlie Gard, sem þjáðist af banvænum hrörnunarsjúkdómi, er látinn. Þetta hefur BBC eftir talsmanni fjölskyldu hans.

Hinn ellefu mánaða Charlie, sem var viðfangs­efni langrar og bit­urr­ar laga­deilu, var fluttur á líknardeild og öndunarvél hans tekin úr sambandi. Hann lést skömmu síðar.

„Fallegi litli drengurinn okkar er farinn,“ sagði í yfirlýsingu frá foreldrum Charlies.

Þau höfðu háð bitra lagadeildu til að fá leyfi til að ferðast með Charlie til Bandaríkjanna til tilraunameðferðar. Á mánudag féllu þau frá þeirri kröfu og sögðu það orðið of seint. Þau óskuðu þess í staðinn að fá að eyða síðustu dögunum með honum heima þar sem hann gæti verið í öndunarvél fjarri spítalanum.

Breskur dómstóll hafnaði þeirri beiðni þeirra í gær og úrskurðaði að Charlie skyldi fluttur á líknardeild og öndunarvélin tekin úr sambandi fljótlega eftir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert