Kim Kielsen endurkjörinn formaður

Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands.
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. Skjáskot/KNR

Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, hefur verið endurkjörinn formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut. Hann fékk 48 atkvæði á landsfundi flokksins í gær en mótframbjóðandi hans, Vittus Qujaukitsoq, hlaut 19 atkvæði.

Kielsen hefur verið formaður flokksins síðan 2014 í eftir að Aleqa Hammond, fyrrverandi formaður flokksins, sagði af sér eftir að upp komst um misnotkun hennar á opinberu fé. 

Klæðnaður Kim Kielsen í boði Margrétar Danadrottningar í Amalíuhöll í upphafi árs vakti mikla athygli en á mynd sem birtist af Ágústu Johnson, framkvæmdastjóra Hreyfingar, og eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra virtist hann klæddur í hettupeysu. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að hann var í grænlenska þjóðbúningnum.

Frétt Portal um mállið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert