Unglingar grunaðir um íkveikju

Skógareldarnir í Suður-Frakklandi.
Skógareldarnir í Suður-Frakklandi. AFP

Tveir 16 ára drengir eru í haldi lögreglu grunaðir um að valda skógareldunum í Suður-Frakklandi. Þeir eru grunaðir um íkveikju í borginni Carro í frönsku rivíerunni en skógareldarnir eyðilögðu yfir 150 hektara landsvæði. Sky News greinir frá.  

Drengirnir mæta fyrir rétt í dag. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 15 ára fangelsi. 

Skógareldarnir sem hafa geisað í Frakklandi hafa verið skæðir. Rúmlega 10 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna þeirra í vikunni. 

Karlmaður á fimmtugsaldri mætir fyrir rétt í dag og er hann einnig sakaður að valda skógareldum, en þó fyrir slysni, í Peyen í Suðaustur-Frakklandi. Þar brunnu um 72 hektarar af ræktarlandi. Neisti kviknaði af vélsög sem maðurinn notaði við vinnu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert