Rændu 20 tonnum af Nutella

Þjófarnir rændu 20 tonnum af Nutella.
Þjófarnir rændu 20 tonnum af Nutella.

Þýska lögreglan leitar nú þjófa sem numu á brott tuttugu tonn af súkkulaðismjörinu Nutella og mikið magn af sælgæti þegar þeir rændu tengivagni vörubíls á dögunum. Sky fréttastofan greinir frá þessu.

Andvirði farmsins er sagt vera á bilinu 50 til 70 þúsund evrur, eða allt að níu milljónir króna.

„Ef einhverjum hefur verið boðið mikið magn af súkkulaði með óhefðbundnum leiðum biðjum við þann hinn sama að hafa samband við lögreglu tafarlaust,“ sagði lögreglan í yfirlýsingu í þýska dagblaðinu Deutsche Welle.

Var farminum rænt einhvern tímann um helgina í bænum Neustadt, norðaustan af Frankfurt. Telur lögregla að ræningjarnir hafi verið á sínum eigin vörubíl og fest tengivagninn við hann áður en þeir keyrðu með hann á brott.

„Við vitum ekki á þessum tímapunkti hvort þeir hafi viljað sælgætið eða sjálfan tengivagninn. Við vitum ekki hverjar hvatir þeirra voru,“ sagði Martin Ahlich, talsmaður lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert