40 farast í aurskriðu í Kongó

Tora þorpið stóð við Albert stöðuvatnið sem Kongó liggur á …
Tora þorpið stóð við Albert stöðuvatnið sem Kongó liggur á landamærum Kongó og Úganda. google maps

40 manns fórust er aurskriða féll yfir þorp fiskimanna við bakka Albert stöðuvatnsins í norðausturhluta Lýðveldisins Kongó. Segir fréttastofa AFP- að fjallshlíð hafi fallið yfir þorpið Tora í kjölfar úrhellisrigningar í landinu.

Skammt er síðan hundruð manna fórust í miklum aurflóðum í nágrenni Freetown, höfuðborgar Síerra Leóne. „Í gær jörðuðum við 28 og í dag munum við jarða 12 til viðbótar, hefur AFP eftir Pacifique Keta, aðstoðar héraðsstjóra Ituri héraðsins í Kongó.

Að sögn læknis á Tshomia sjúkrahúsinu í nágrenninu njóta fjórir til viðbótar nú aðhlynningar á sjúkrahúsinu vegna meiðsla sem þeir hlutu er þeir grófust undir skriðunni. Þá eru tveir til viðbótar sagðir hafa farist er ólögleg náma fylltist af vatni í rigningunni í Walendu Piti héraði.

Flóð eru ekki óal­geng í Kongó en reglu­lega kem­ur það fyr­ir að lé­leg hús skol­ast í burtu í miklu regni. Árið 2002 fórust 50 manns er aurskriða féll yfir um 150 heimili í bænum Uvira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert