Hafa króað allavega einn árásarmann af

AFP

Lögreglan í Barcelona á Spáni telur að tveir árásarmenn hafi að minnsta kosti komið við sögu þegar sendiferðabifreið ók á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni í borginni í dag með þeim afleiðingum að nokkir létu lífið og hlutu meiðsl.

Haft er eftir ónafngreindum heimildarmanni innan lögreglunnar í frétt AFP að annar þeirra hafi verið króaður af inni á bar. Fram kemur í erlendum miðlum að árásarmaður hafi verið króaður af inni á tyrknesku veitingahúsi við Römbluna og að hugsanlega hafi verið teknir gíslar þar en þær fréttir eru óstaðfestar.

Breska dagblaðið Independent fullyrðir að tveir vopnaðir árásarmenn hafi verið króaðir af inni á veitingahúsinu. Þar segir ennfremur að ekki sé víst að um sé að ræða sömu menn og hafi verið á sendiferðabifreiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert