Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð

AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkinu í Barcelona á Spáni í dag þar sem þrettán létu lífið og tugir urðu fyrir meiðslum þegar sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda. Um 80 manns hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Independent. Vestrænar leyniþjónustur hafa varað við því að hryðjuverkasamtökin hafi skipt um áherslur eftir að þau fóru að fara halloka í hernaði sínu í Írak og Sýrlandi og hvatt fylgismenn sína til þess að fremja hryðjuverk í þeim ríkjum þar sem þeir eru búsettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert