Þrettán sagðir látnir í Barcelona

Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. AFP

Þrettán manns hið minnsta eru látnir eftir að sendiferðabíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda á Römblunni í Barcelona á Spáni. TV3 á Spáni sagði rétt í þessu að stöðin hefði fengið opinbera staðfestingu á því. Þá eru tugir særðir eftir atvikið sem lögreglan á staðnum hefur lýst sem hryðjuverki.

Sjónarvottar hafa lýst því þegar bílnum var keyrt yfir fjölda fólks. Lögreglan hefur sett upp vegatálma víða um borgina vegna fregna um að annar bíll hafi tengst árásinni en verið keyrt af staðnum, segir í frétt Guardian.

Fréttamiðlar segja nú frá því árásarmaður hafi verið króaður af á tyrknesku veitingahúsi við Römbluna og að hugsanlega hafi hann tekið gísla. Þær fréttir eru óstaðfestar.

Lögreglan í Katalóníu staðfestir á Twitter að um sé að ræða hryðjuverk.

Uppfært kl. 17:22: Lögreglan í Katalóníu segir að einn sé látinn og 10 alvarlega slasaðir, en staðbundnir fjölmiðlar segjast hafa heimildir frá lögreglunni um að tala látinna sé 13. Þá hafa aðrir miðlar meðal annars sagt að 10 séu látnir.

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert