Tekur upp óformlegan titil forsetafrúar

Brigitte Macron, eiginkona Emmanuels Macron Frakklandsforseta, verður forsetafrú eftir allt …
Brigitte Macron, eiginkona Emmanuels Macron Frakklandsforseta, verður forsetafrú eftir allt saman. AFP

Eiginkona Frakklandsforseta, Brigitte Macron, mun taka upp óformlegan titil forsetafrúar í kjölfar andstöðu við fyrirætlanir um að veita henni opinberan titil.

„Eins og allar á undan mér, mun ég taka við opinberu hlutverki mínu, en franska þjóðin mun vita um þá fjármuni sem ég hef til ráðstöfunar,“ segir hún í viðtali við franska tímaritið Elle.

Fyrirætlanir forsetans um að gera eiginkonu sína opinberlega að forsetafrú voru lagðar á hilluna í kjölfar undirskriftarsöfnunar gegn því á netinu. En Brigitte, sem er fyrrum grunnskólakennari, segist ætla að gegna þeirri stöðu engu að síður, þó á annan hátt.

„Við munum birta myndir á heimasíðu forsetaembættisins af fundum og verkefnum mínum svo að franska þjóðin viti nákvæmlega hvað ég er að gera,“ segir hún í viðtalinu. Þar talar hún einnig opinskátt um hjónaband sitt og aldursmun þeirra hjóna, en hún er 25 árum eldri en eiginmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert