Árásarmaðurinn skotinn í fótinn

Árásarmaðurinn stakk vegfarendur í borginni Turku í Finnlandi.
Árásarmaðurinn stakk vegfarendur í borginni Turku í Finnlandi. AFP

Tveir eru látnir eftir hnífstungu­árás á veg­far­end­ur á torgi í borg­inni Tur­ku í Finn­landi síðdeg­is í dag. Lögreglan skaut árásarmanninn í fótinn og handtók. Að minnsta kosti átta fórn­ar­lömb voru flutt á sjúkra­hús og létust tvö þeirra skömmu síðar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var haldinn á lögreglustöðinni í Turku kl. 19 að staðartíma sem stóð yfir í rúman hálftíma.  

Frétt mbl.is: Tveir látnir eftir árásina í Turku

Hinir látnu eru fullorðnir, lögreglan vildi ekki gefa frekari upplýsingar um fórnarlömbin. 

Árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverk, að öðru leyti vill finnska lögreglan ekki tjá sig um mögulega ástæðu árásarinnar. Finnska lögreglan óskar eftir vitnum og myndefni frá vegfarendum. 

Árásin átti sér stað um rúmlega klukkan fjögur að staðartíma í dag. Nærliggjandi hús voru rýmd eftir árásina. Fólk var hvatt til að halda sig heima hjá sér en lögreglan leitaði í fyrstu eftir fleiri mögulegum árásarmönnum. Mik­ill viðbúnaður er í Tur­ku sem og víðar í Finn­landi vegna árás­ar­inn­ar og hef­ur viðbúnaðarstig verið hækkað alls staðar. Lest­ar­ferðum hef­ur verið af­lýst og eft­ir­lit á flug­völl­um aukið.

Lögreglan mun veita frekari upplýsingar í fyrramálið. 

Lögreglan stumrar yfir mögulegum árásarmanni.
Lögreglan stumrar yfir mögulegum árásarmanni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert