Forsíðumyndir gagnrýna ummæli Trumps

Fosíðumyndir tímaritanna The Economist og The New Yorker gagnrýna ummæli …
Fosíðumyndir tímaritanna The Economist og The New Yorker gagnrýna ummæli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við mótmælum hvítra kynþáttahatara í Charlottesville. The Economist/The New Yorker

Tímaritin The New Yorker og The Economist hafa slegist í lið með þeim sem gagnrýna Donald Trump Bandaríkjanna fyrir að koma mótmælum hvítra kynþáttahatara í Charlottesville til varnar.

Sterkar forsíðumyndir tímaritanna setja forsetann á sömu hillu og Ku Klux Klan. The New Yorker sýnir Trump blása vindi í segl í formi Ku Klux Klan hettu á meðan að The Economist sýnir forsetann kalla í gegnum Ku Klux Klan gjallarhorn.

Í ritstjórnargrein The Economist segir að þó að Trump sjálfur sé ekki kynþáttahatari þá hafi hann kúðrað „einfaldasta prófinu í pólitík: að finna leið til þess að fordæma nasista.“ The Guardian greinir frá þessu. 

„Veikburða tilraun Trumps til þess að taka á haturshópum fékk mig til þess að taka upp pennann,“ sagði David Plunkert, listamaðurinn á bak við forsíðumynd New Yorker. „Mynd sýnir hugsanir mínar betur en orð; hún getur gefið hræðilegu máli léttari blæ.“


For­set­inn hef­ur legið und­ir ámæli und­an­farna daga vegna viðbragða sinna við óeirðunum í Char­lottesville á dög­un­um þar sem hundruð hvítra kynþáttahatara og nýnas­ista fylktu liði til að mót­mæla því að fjar­lægja ætti stytt­ur hers­höfðingja úr Suður­ríkja­hern­um. Tók það Trump tvo daga að for­dæma kynþáttahatarana. Hins vegar sagði hann að báðir aðilar, kynþáttahatararnir og þeir sem mótmæltu þeim, bæru ábyrgð á orbeldinu sem varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert