Auglýsir eftir 7 ára barnabarni sínu á Facebook

Julian Alessandro Cadman varð viðskila við móður sína í hryðjuverkaárásinni …
Julian Alessandro Cadman varð viðskila við móður sína í hryðjuverkaárásinni í Barcelona. Ljósmynd/Facebook

Ástralskur afi biðlar nú til notenda samfélagsmiðla að láta vita ef það fréttist af 7 ára barnabarni hans, sem ekkert hefur sést til frá því í hryðjuverkárásinni á Römbluna í Barcelona í gær.

Katalónska lögreglan greindi nú fyrir skemmstu frá því að fjórði maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki hefur hins vegar verið gefið upp hver það sé og hvort hún leiti enn hins 17 ára gamla Moussa Ouka­b­ir, sem tal­inn er vera ökumaður sendi­ferðabíls­ins

Afinn Tony Cadman deildi mynd af barnabarni Julian Alessandro Cadman sínu á Facebook.

„Barnabarn mitt, Julian Alessandro Cadman, er týndur [...] Við höfum fundið Jom tengdadóttur mína á sjúkrahúsi og ástand hennar er alvarlegt en stöðugt,“ segir í færslu Cadman. Þau Julian og Jom hafi orðið viðskila í hryðjuverkaárásinni og biður hann þá sem eiga vini eða fjölskyldu í Barcelona að deila færslunni.



Búði er að deila færslunni tæplega 32 þúsund sinnum.

Bresk yfirvöld hafa einnig greint frá því að þau rannsaki nú fregnir af því að bresks barns sé saknað eftir hryðjuverkaárásina í gær.

130 slasaðir og 14 látnir

Spænsk yfirvöld hafa nú upplýst að alls hafi 130 manns slasast í árásunum í Barcelona og Cambrils og er ástand 17 þeirra talið alvarlegt. 13 létust í gær þegar flutningabíl var ekið á gangandi vegfarendur á Römblunni í gær og ein kona lést á sjúkrahúsi í morgun, vegna þeirra sára sem hún hlaut er ekið var á sjö vegfarendur í Cambrils í gærkvöldi.

Efnt var til mínútu langrar þagnar við á Paca Catalunya  í Barcelona til minningar um fórnarlömb árásarinnar í morgun og segir Guardian um 20.000 manns hafa verið á staðnum.

Áberandi hafi verið að engir þjóðfánar hafi verið sýnilegir og hafi raunar kona ein sem mætti með spænska fánann verið beðinn um að setja hann niður. Minningastundin hafi ekki átt að hafa neinar pólitískar vísanir.

Að lokinni mínútuþögn hrópaði fólkið „Við munum ekki óttast“ og að því loknu gekk hópurinn saman rólega niður Römbluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert