Réðist með samúræjasverði á forsetaskrifstofu

Samúræjasverðið sem Lu notaði til verksins. Sverðið er japönsk smíði …
Samúræjasverðið sem Lu notaði til verksins. Sverðið er japönsk smíði og á það er letrað á kínversku: drap 107 manns í stríðinu í Kína. AFP

Maður gerði árás með samúræjasverði á skrifstofu forseta Taívans í dag. Maðurinn, sem taívönsk yfirvöld segja heita Lu, var handtekinn á vettvangi. Segja taívönsk yfirvöld Lu hafa verið að tjá stjórnmálaskoðanir sínar með árásinni.

Samskipti ráðamanna í Taívan og Kína hafa farið versnandi frá því að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta Taívan á síðasta ári, en forsetinn hefur neitað að fallast á þá skoðun kínverskra yfirvalda að Taívan tilheyri Kína.

Árásarmaðurinn tók hamar og braut sýningakassa á sögusafni í nágrenninu og stal þar sverðinu að sögn lögreglu. Kínverskur fáni fannst svo í bakpoka hans og hefur AFP eftir embættismanni stjórnarinnar Lu hafi viljað tjá pólitíska skoðun sína með því að fara inn á skrifstofu forseta.

Lögregla reyndi að hindra hann frá því að fara inn á forsetaskrifstofuna og réðist Lu þá á lögreglumanninn sem er með sár á hálsi, en ástand hans er þó stöðugt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert