Bannon aftur til Breitbart

Steve Bannon var einn helsti ráðgjafi Donalds Trump.
Steve Bannon var einn helsti ráðgjafi Donalds Trump. AFP

Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Donalds Trump en hefur nú látið að störfum, mun hverfa til fyrri starfa fyrir fréttamiðilinn Breitbart News. Þar mun hann aftur taka við starfi stjórnarformanns. Fréttamiðillinn Breitbart er þekktur fyrir öfgafullar skoðanir. Bannon af mörg­um tal­inn einn helsti áhrifa­vald­ur á þjóðern­is­stefnu for­set­ans, auk þess að hafa með því fylgi sem hann nýt­ur hjá hægriöfga­sinn­um átt sinn þátt í að Trump sigraði í for­seta­kosn­ing­un­um.

Bannon var ekki lengi að koma sér aftur fyrir hjá Breitbart því hann sat þar ritstjórnarfund í gær, sama dag og hann hætti í Hvíta húsinu.

„Ég er spenntur. Núna er ég frjáls,“ sagði Bannon í viðtali við Weekly Standard. Ég er aftur kominn með hendur mínar á vopnin mín. Einhver kallaði mig Bannon the Barberian. Ég mun pottþétt kremja andstöðuna. Á því er enginn vafi. Ég bjó til helvítis maskínu hjá Breitbart. Og núna er ég við það að fara aftur, vitandi það sem ég veit, og við erum að fara að setja þá maskínu í gang. Og við munum gera það.“

Alex Marlow, ritstjóri Breitbart, bauð Bannon velkominn í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla. Hann segir að nú sé kominn stjórnarformaður sem sé með fingurinn á púlsinum á stefnu Trumps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert