Fundu flak USS Indianapolis

Bandaríska herskipið USS Indianapolis.
Bandaríska herskipið USS Indianapolis. Wikipedia

Flak bandaríska herskipsins USS Indianapolis er fundið rúmum 72 árum eftir að það sökk undan ströndum Filippseyja á síðustu dögum síðari heimsstyrjaldarinnar 30. júlí 1945 eftir að skipið hafði orðið fyrir tundurskeytum frá japönskum kafbáti.

Leiðangur undir forystu Pauls Allen, annars stofnanda bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, fann flakið og var tilkynnt um fundinn í gær. USS Indianapolis hafði skömmu áður lokið við leynilegt verkefni sem fól í sér að flytja hluti sem notaðir voru í kjarnorkusprengjuna sem nokkrum dögum síðar var varpað á japönsku borgina Hiroshima.

Skipið sökk á aðeins tólf mínútum. 800 manns af tæplega 1.200 manna áhöfn tókst að yfirgefa skipið en aðeins 316 lifðu hins vegar nógu lengi til þess að verða bjargað. Hinir létust meðal annars vegna árása hákarla, ofþornunar eða drukknuðu.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert