Kona beit á öngulinn

Maðurinn var á bryggju að veiða er kona beit á …
Maðurinn var á bryggju að veiða er kona beit á öngulinn hjá honum. Ljósmynd/StAugustine.com

Karlmaður sem var við veiðar á bryggju í St. Augustine í Flórída fékk heldur óvenjulegan feng á línuna. Kona sem var á svæðinu var ósátt við veiðar mannsins, stökk út í sjóinn og beit á öngulinn. Hún synti svo á brott með veiðistöngina í eftirdragi.

Þetta kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Þar kemur fram að konan hafi verið 22 ára og drukkin.

Atvikið átti sér stað í síðustu viku. Maðurinn hafði leigt sér veiðistöng á bryggjunni í St. Augustine. Hann fór og lét lögreglu vita er konan beit á öngulinn og synti á brott. Lögreglan bað konuna að koma á lögreglustöð í nágrenninu til skýrslutöku en hún harðneitaði. Hún var í kjölfarið handtekin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert