Þyrluflugmaður lést við slökkvistörf

AFP

Flugmaður þyrlu, sem notuð var til að slökkva skógarelda sem geisa í Portúgal, lést er þyrlan hrapaði í dag. Var hann sá eini um borð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var þyrlunni flogið á rafmagnslínu þegar hún var að berjast við skógareldana. Kviknaði þá í henni sem leiddi til dauða flugmannsins.

Flugmaðurinn var með langa reynslu í þyrluflugi og hafði starfað á þyrlu slökkviliðsins frá árinu 2013. Var hann að fljúga yfir Cabril og sleppa vatni úr þyrlunni þegar slysið átti sér stað.

Um 2.000 þorps­bú­ar hafa verið inn­lyksa vegna skógar­eldanna síðustu daga. Eld­arn­ir loga á tveim­ur stöðum í miðhluta lands­ins. Lýst hef­ur verið yfir neyðarástandi á nokkr­um svæðum þar sem áfram er spáð heitu og þurru veðri.

Í sum­ar hef­ur met­fjöldi gróðurelda kviknað í Portúgal að sögn Const­anca Ur­bano de Sousa, inn­an­rík­is­ráðherra lands­ins. Ráðherr­ann seg­ir að kenna megi fólki um elds­upp­tök í flest­um til­vik­um. Sum­ir þeirra hafi verið kveikt­ir vilj­andi.

Skógar­eld­arn­ir kviknuðu á þriðju­dags­kvöld og sóttu í sig veðrið á miðviku­dag. Á fimmtu­dag loguðu þeir um­hverf­is allt þorpið og enn er verið að berjast við þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert