Heimila fóstureyðingar í undantekningartilfellum

Stjórnlagadómstóll Chile úrskurðaði í dag að heimila mætti fóstureyðingar í undantekningartilfellum, m.a. þegar kona væri ólétt eftir nauðgun, ef meðgangan ógnaði lífi hennar eða ef fóstrið væri með alvarlega og bannvæna fæðingargalla.

Segir AFP-fréttastofan fjóra af sex dómurum réttarins hafa hafnað mótmælum íhaldssamra stjórnmálaflokka sem lögðust gegn lagabreytingunum.

Andstæðingar fóstureyðinga í Chile mótmæla úrskurði stjórnlagadómstólsins.
Andstæðingar fóstureyðinga í Chile mótmæla úrskurði stjórnlagadómstólsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert