Árásarmaðurinn í Turku nafngreindur

AFP

Finnska lögreglan  hefur nafngreint manninn sem stakk tvo til bana og særði átta í Turku í síðustu viku. 

Árásarmaðurinn heitir Abderrahman Mechkah og er átján ára gamall. Áður hafði komið fram að árásarmaðurinn væri hælisleitandi frá Marokkó. 

Mechkah, sem lögregla skaut í lærið eftir árásina, mun gefa vitnisburð fyrir dómara á morgun en til stóð að það yrði í dag. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum, segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Jafnframt verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fjórum öðrum mönnum frá Marokkó sem voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir árásina. Þeir voru handteknir við húsleit í fjölbýlishúsi í Túrkú og í miðstöð fyrir flóttafólk. Þeir eru grunaðir um aðild að árásinni. Allir neita sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert