Segir óhapp hafa kostað Wall lífið

Hér sést Kim Wall um borð í UC3 Nautilu 11. …
Hér sést Kim Wall um borð í UC3 Nautilu 11. ágúst í höfninni í Kaupmannahöfn. AFP

Óhapp kostaði sænsku blaðakonuna Kim Wall lífið og skipstjóri kafbátsins UC3 Nautilus kastaði líki hennar í sjóinn, segir í frétt Politiken. Þetta á að hafa komið fram í máli skipstjórans, Peters Madsens, þegar hann gaf vitni fyrir luktum dyrum um hvarf Wall í síðustu viku.

Madsen hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. september. Þrátt fyrir að vitnisburður skipstjórans hafi verið gefinn fyrir luktum dyrum hafa saksóknari og verjandi komist að samkomulagi um að birta megi hluta af honum. Þar kemur meðal annars fram að Wall hafi látist af slysförum um borð í kafbátnum þegar þau sigldu á Eyrarsundi og hann hafi varpað líkinu fyrir borð einhvers staðar í Køge-flóa.

Frétt Politiken

Fréttatilkynning frá lögreglunni í Kaupmannahöfn

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu munu danskir kafarar áfram leita Wall í Køge-flóa í dag og eins munu sænsk yfirvöld stýra leit með skipum og þyrlum. Ef einhverjar markverðar upplýsingar koma fram í dag verður greint frá því af hálfu lögreglunnar en að öðru leyti tjáir hún sig ekki um málið að svo stöddu.

Kim Wall.
Kim Wall. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert