Tíu sjóliða saknað

Herskipið John S. McCain.
Herskipið John S. McCain. AFP

Tíu bandarískra sjóliða er saknað og fimm eru slasaðir eftir að tundurspillir þeirra lenti í árekstri við kaupskip austur af Singapúr. Þetta annað bandaríska herskipið sem lendir í slysi á síðustu tveimur mánuðum.

Bandaríska herskipið, John S. McCain, lenti í árekstri við kaupskipið Alnic MC skammt frá Malaccasundi í nótt, segir í tilkynningu frá Bandaríkjaher.

Fjórir sjóliðar sem slösuðust voru fluttir af herskipinu á sjúkrahús í Singapúr með þyrlum en enginn þeirra er í lífshættu. Sá fimmti er með minniháttar áverka eftir slysið. 

Herskipið heitir eftir afa og föður bandaríska öldungadeildarþingmannsins Johns McCains en þeir voru báðir herforingjar í bandaríska sjóhernum. Skipið var á leið til hafnar í Singapúr þegar áreksturinn varð, um 5:24 að staðartíma, 21:24 að íslenskum tíma. 

McCain segir á Twitter að hann og eiginkona hans biðji fyrir sjóliðunum og þau séu þakklát leitar- og björgunarfólki sem leiti þeirra sem er saknað. Donald Trump Bandaríkjaforseti tekur í svipaðan streng á Twitter. 



USS John S. McCain.
USS John S. McCain. AFP
USS John S. McCain.
USS John S. McCain. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert