Trump horfði gleraugnalaus á sólmyrkvann

Donald Trump Bandaríkjaforseti stóðst ekki freistinguna og leit upp á sólmyrkvann sem nú gengur yfir Bandaríkin, eftir að vera búinn að taka af sér sérstök hlífðargleraugu. 

Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC birti á Facebook-síðu sinni myndbandsupptöku sem sýnir þau Trump og eiginkonu hans Melaniu Trump á svölum þar sem þau berja sólmyrkvann augum. Bæði eru þar búin að taka niður sérstök hlífðargleraugu sem eiga að verja augun fyrir þeim skaða sem það getur valdið að horfa beint í sólina.

Forsetafrúin skartar þó dökkum sólgleraugum, en forsetinn sem er gleraugnalaus stenst ekki þá freistingu að kíkja upp aftur.

Sólmyrkvinn sást fyrst í Or­egon á Vest­ur­strönd­inni, en hann geng­ur hann nú þvert yfir Banda­rík­in og er þetta í fyrsta sinn síðan 1918 að almyrkvi gengur þvert yfir Bandaríkin.

Gert er ráð fyr­ir að um 20 millj­ón­ir manna berji al­myrkv­ann aug­um, og er nú mikið fjallað um hann í fjöl­miðlum um all­an heim. Þá má sjá á sam­fé­lags­miðlum að hann vek­ur gríðarlega at­hygli al­menn­ings. 

Forsetahjónin Donald og Melania Trump horfa hér á sólmyrkvann sem …
Forsetahjónin Donald og Melania Trump horfa hér á sólmyrkvann sem nú fer þvert yfir Bandaríkin. AFP
Mælt er með að fólk noti sérstök hlífðargleraugu er horft …
Mælt er með að fólk noti sérstök hlífðargleraugu er horft er á sólmyrkva. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert