Létu lífið þegar ruslahaugur hrundi

Gínea er eitt fátækasta land heims.
Gínea er eitt fátækasta land heims. AFP

Átta létu lífið og nokkrir slösuðust í Gíneu í Afríku þegar ruslahaugur í úthverfi höfuðborgar landsins rann niður hæð og kramdi hús eftir miklar rigningar.

Atvikið átti sér stað eftir að rignt hafði nánast stanslaust í viku. „Ruslahaugurinn féll ofan á þrjú heimili,“ sagði Kasse, lögreglumaður í höfuðborginni Conakry.

„Fjöldi fólks er enn grafinn undir rústunum og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga því en það er erfitt að komast að,“ bætti hann við.

Lögregluþjónar voru sendir á vettvang og björgunarlið leitaði að eftirlifendum en þeim tókst að bjarga í það minnsta tveimur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert