Réttarhöldum yfir Cosby frestað

Sam Silver (til vinstri) og Tom Mesereau, nýir verjendur Bills …
Sam Silver (til vinstri) og Tom Mesereau, nýir verjendur Bills Cosby. AFP

Réttarhöldum yfir grínistanum Bill Cosby sem áttu að hefjast á nýjan leik í nóvember hefur verið frestað til næsta árs svo að nýir verjendur hans fái tíma til að undirbúa sig.

Tom Mesereau, sem er þekktur fyrir að hafa náð fram sýknudómi í máli gegn popparanum sáluga Michael Jackson árið 2005, verður aðalverjandi Cosby í málinu. Áður höfðu þau Brian McMonagle og Angela Agrusa yfirgefið lögfræðiteymið.

Réttarhöldin áttu að hefjast 6. nóvember í Norristown í Pennsylvaniu, úthverfi borgarinnar Fíladelfíu. Fyrri réttarhöldin í málinu voru ómerkt eftir að kviðdómendur gátu ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.

Dómarinn Steven O´Neill samþykkti ósk verjenda Cosby um að réttarhöldunum yrði seinkað. Ákvað hann að þau færu fram „innan tímarammans 15. mars til 1. apríl 2018“.

Bill Cosby hefur verið sakaður um kynferðisbrot.
Bill Cosby hefur verið sakaður um kynferðisbrot. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert