Þremur bræðrum bjargað úr húsarústum

Ciro bjargað úr rústunum.
Ciro bjargað úr rústunum. AFP

Ellefu ára gömlum dreng var bjargað úr rústum húss á ítölsku eyjunni Ischia en áður höfðu slökkviliðsmenn bjargað bræðrum hans úr rústunum. Jarðskjálfti, sem mældist 4 stig, reið yfir eyjuna í gær og létust tveir í skjálftanum. 

AFP

Drengurinn, Ciro, hafði verið undir rústum hússins í sextán klukkustundir áður en tókst að bjarga honum. Sjö ára gömlum bróður hans, Mattias, og sjö mánaða bróður þeirra Pasquale var komið til bjargar í nótt og morgun.

Pasquale var bjargað um fjögur í nótt að staðartíma og Mattias í morgun en tvær konur létust í skjálftanum og 39 slösuðust. 

AFP

Ischia er skammt frá Napólí og búa um 50 þúsund manns á eyjunni. Hún er afar vinsæl meðal ferðamanna og voru margir þeirra á veitingastöðum og börum þegar skjálftinn reið yfir um níuleytið í gærkvöldi.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert