Bandaríkin fá formlega viðvörun

Nefnd Sameinuðu þjóðanna sem tekur á rasisma hefur gefið út formlega viðvörun vegna stöðu mála í Bandaríkjunum. Sjaldgæft er að nefndin sendi frá sér slíka viðvörun en yfirleitt er það ekki gert nema óttast sé að borgaraleg átök séu yfirvofandi.

Félagi í KKK.
Félagi í KKK. AFP

Nefndin (United Nations Committee on the Elimination of Racial Discrimination) segir að hún hafi gefið viðvörunina út vegna fjölgunar mótmæla tengdum rasisma í Bandaríkjunum.

Átökin í Charlottesville í Virginíu eru sérstaklega tiltekin af nefnd SÞ en þar lést kona eftir að hvítur rasisti ók bifreið sinni inn í hóp fólks sem var að mótmæla fundi sem rasistar stóðu fyrir.

AFP

Nefndin, sem heyrir undir mannréttindaskrifstofu UN, getur gefið út slíkar viðvaranir (formal early warning) til þess að draga úr líkum á því að vandamál sem eru til staðar stigmagnist í að verða að átökum, að því er segir á vef SÞ.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð við átökunum í Charlottesville þar sem hann sagði að sökin lægi hjá báðum hópum. 

AFP

Nefndin hvetur stjórnvöld í Washington sem og aðra hátt setta embættismenn og stjórnmálamenn að hafna og fordæma hatursorðræðu rasista á ótvíræðan og skilyrðislausan hátt. 

Við erum felmtri slegin yfir göngum rasista, þar sem rasísk slagorð birtast á opinskáan hátt í söng og kveðjum hvítra rasista, ný-nasista og Ku Klux Klan þar sem yfirburðum hvítra er haldið fram og hvatt til þess að fólki sé mismunað eftir kynþáttum og hatri sáð, segir meðal annars í yfirlýsingu sem formaður nefndarinnar, Anastasia Crickley, gaf út.

AFP

Viðvörunin nú til Bandaríkjanna er sú sjöunda sem nefndin gefur út á síðustu tíu árum. Hingað til hafa þær beinst að þjóð- og trúardeilum í ríkjum eins og Búrúndí, Nígeríu, Írak og Fílabeinsströndinni.

Yfirlýsing nefndarinnar í heild

Af vettvangi í Charlottesville.
Af vettvangi í Charlottesville. AFP
Donald Trump.
Donald Trump. AFP
Frá Charlottesville.
Frá Charlottesville. AFP
AFP
AFP
Liðsmaður Ku Klux Klan í Charlottesville.
Liðsmaður Ku Klux Klan í Charlottesville. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert