Ellefu afhöfðaðir

Frá Líbýu.
Frá Líbýu. AFP

Í það minnsta ellefu voru afhöfðaðir eftir árás á eftirlitsstöð í Líb­ýu í morgun. Flestir þeir sem lét­ust voru her­menn sem eru hliðholl­ir Khalifa Haft­ar, fyrr­ver­andi hers­höfðingja.

„Níu hermenn og tveir óbreyttir borgarar voru afhöfðaðir,“ sagði hershöfðinginn Ahmad al-Mesmari vegna málsins en atvikið átti sér stað um 500 kílómetrum sunnan við Trípólí, höfuðborg Líbýu. Hann kenndi hermönnum Ríkis íslams um árásina.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð enn sem komið er.

Óöld hefur ríkt í landinu síðan einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli og hann myrtur í byltingu fyrir sex árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert