Óbreyttir borgarar fórnarlömb loftárása

Yfir 30 manns létust í loftárásum á höfuðborg Jemen í …
Yfir 30 manns létust í loftárásum á höfuðborg Jemen í stríði milli bandamanna stjórnarinnar í Sádi-Arabíu og uppreisnarmanna Huhti-samtakanna. AFP

Meira en 30 manns, þar á meðal fjöldi óbreyttra borgara, létust í loftárás á höfuðborg Jemen í dag í árás sádi-arabíska hersins í sameiningu við ríkisstjórn Jemen á borgina.

Að minnsta kosti 35 manns létust og 13 aðrir eru alvarlega slasaðir í kjölfar loftárása á norðurhluta borgarinnar í morgun. Þar á meðal var ráðist að húsnæðiseiningu þar sem talið er að uppreisnarhópur Hutu-manna hafi haldið til.

Stríð milli ríkisstjórnar Sádi-Arabíu og írönsku uppreisnarmannanna hafa orðið yfir 8.300 Jemenbúum að bana frá árinu 2015 og komið landinu á barm hungursneyðar. 

Samtök uppreisnarmannanna eru með yfirráð í borginni Sanaa en bandamenn stjórnarinnar í Sádi-Arabíu ráða yfir lofthelgi í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert