Táragasi beitt á báða bóga

AFP

Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í borginni Phoenix í Arizona-ríki í Bandaríkjunum í gær fyrir utan ráðstefnuhús þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu fyrir framan fjölda stuðningsmanna sinna. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að mótmælendurnir hefðu safnast saman fyrir utan ráðstefnuhúsið nokkrum klukkutímum áður en Trump mætti á staðinn og að þeim hafi í kjölfarið lent saman við lögregluna sem beitt hafi táragasi til þess að dreifa mannfjöldanum.

Haft er eftir Jonathan Howard, talsmanni lögreglunnar í Phoenix, að mótmælendur hefðu kastað grjóti og flöskum að lögreglumönnum auk þess að beita táragasi. Fimm mótmælendur hefðu verið handteknir.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert