Trump: Norður-Kórea farin að virða Bandaríkin

Donald Trump Bandaríkjaforseti virðir það að Kim sé farin að …
Donald Trump Bandaríkjaforseti virðir það að Kim sé farin að virða Bandaríkin. AFP

Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu er „farin að virða“ Bandaríkin. Þetta fullyrðir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og ráðamenn í Norður-Kóreu kynntu að aukin kraftur verði settur í eldflaugaáætlun landsins.

Orðin lét Trump falla á fundi í Phoenix skömmu eftir að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði mögulegt í nánustu framtíð að hefja viðræður við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuáætlunar landsins.

Ekki er langt síðan Trump hótaði Norður-Kóreumönnum eldi og brennisteini, en dregið hefur úr mikilli spennu í samskiptum ríkjanna eftir að Norður-Kóreumenn drógu í land með áætlun sína að senda eldflaug í átt að bandarísku eyjunni Guam á Kyrrahafi.

„Sumir segja þetta hafa verið of harkalegt. Það var ekki nógu harkalegt,“ sagði Trump við fundargesti. „En Kim Jung-Un og ég virði þá staðreynd að hann er farinn að virða okkur. Ég virði það mikils.“

„Kannski, þó líklega ekki, þá kemur eitthvað jákvætt út úr þessu.“

Kim greindi á sama tíma, í heimsókn sinni í varnarmálastofnun landsins, frá því að aukinn kraftur yrði settur í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert