Tveir látnir í flugslysi í Hedmark

Flugvélin hrapaði rétt norðan við flugvöllinn í Hamar í Hedmark-fylki …
Flugvélin hrapaði rétt norðan við flugvöllinn í Hamar í Hedmark-fylki í Noregi google maps

Tveir eru látnir eftir að lítil flugvél hrapaði til jarðar á Furnes, rétt norðan við flugvöllinn í Hamar í Hedmark-fylki í Noregi laust fyrir klukkan 17 í dag, 15 að íslenskum tíma. Samhæfingarmiðstöð björgunar- og viðbragðsaðila segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að of snemmt sé að segja nokkuð um orsakir slyssins en frumrannsókn lögreglu á vettvangi stendur nú yfir.

Flugbann hefur verið sett í gildi undir 4.000 fetum í fimm sjómílna radíus, rúmlega níu kílómetra, frá slysstaðnum þar til klukkan 22 í kvöld. Hamar Arbeiderblad greinir einnig frá málinu og kemur þar fram að vélin hafi skollið til jarðar innan við 100 metra frá íbúðabyggð þar sem meðal annars leikskóli er til húsa.

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert