Dómari heimilar lækningu við samkynhneigð

Ríóbúar á Copacapana-ströndinni í Rio de Janeiro.
Ríóbúar á Copacapana-ströndinni í Rio de Janeiro. AFP

Úrskurður brasilísks dómara sem samþykkti „lækningu“ fyrir samkynhneigða hefur vakið mikla reiði hjá aðgerðarsinnar, jafnt sem þekktum einstaklingum í landinu.

Waldemar de Carvalho, sem er dómari í höfuðborginni Brasilíu, studdi sálfræðinginn Rozangelu Justino sem hafði misst starfsleyfið fyrir að bjóða upp á svonefnda „umskiptingameðferð“.

Justino, sem tilheyrir evangelísku kirkjunni, hefur sagt samkynhneigð vera „sjúkdóm“.  

BBC segir úrskurð Carvalho hafa verið gagnrýndnan harðlega, hann sé afturhvarf til gamalla tíma auk þess sem hann byggi á óheilbrigðum læknisfræðilegum grunni.

Samtök sálfræðinga í Brasilíu bönnuðu sálfræðingum að bjóða upp á meðferð sem veita ætti lækningu við samkynhneigð árið 1999. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að úrskurðurinn „opni á hættulega möguleika á notkun umskiptingameðferða“ og heita samtökin því að áfrýja málinu.

Fjöldi Twitter-notenda hefur lýst stuðningi sínum við samkynhneigða í Brasilíu og hefur fólk birt myndir og teikningar þar sem úrskurðurinn er fordæmdur.

„Að sjálfsögðu er mikilvægara í þessu landi að „lækna“ kynhneigð manna en að bregðast við fordómum,“ skrifaði einn.

„Það er engin lækning við því sem er ekki sjúkdómur,“ skrifaði annar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert