Hrekkjalómur víxlaði merkimiðum

Changi-flugvöllurinn í Singapúr.
Changi-flugvöllurinn í Singapúr. AFP

63 ára karlmaður frá Singapúr hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið tjóni með því að víxla merkimiðum á hátt í þrjú hundruð ferðatöskum á Changi-flugvellinum í landinu.

Hrekkurinn varð til þess að töskurnar enduðu á kolröngum stað með tilheyrandi vandræðum fyrir ferðamennina.

Tay Boon Keh, sem mætti fyrir rétt í gær, á fangelsi yfir höfði sér verði hann fundinn sekur um að hafa víxlað merkimiðum á 286 töskum á flugvellinum en Changi hefur nokkrum sinnum verið kjörinn besti flugvöllur heims.

Ferðatöskurnar áttu að fara til hinna ýmsu heimshorna, þar á meðal Perth, Manila, Frankfurt, London og San Francisco.

Í ákærunni kemur fram að Tay hafi vitað hann myndi valda skaða með athæfi sínu en ekkert kemur fram um ástæðuna á bak við það. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert